Árið 1916 fór Jón frá Grundarfirði til Norðfjarðar til liðs við föður sinn og systkyni. Þeir feðgar sóttu vetrarvertíð í Eyjum frá 1917 og flutti Jón alfarið til Eyja í lok árs 1923 en Rafn skömmu síðar. Helga Rafnsdóttir mun hafa flust til Eyja 1918. Hún giftist þar Ísleifi Högnasyni kaupfélagsstjóra og síðar þingmanni kommúnista.
Jón Rafnsson árið 1920. Mynd tekin í Vestmanneyjum af Kjartani Guðmundssyni
../images/Vefur/JR_1920_482x400.jpg Árið 1916 fór Jón frá Grundarfirði til Norðfjarðar til liðs við föður sinn og systkyni. Þeir feðgar sóttu vetrarvertíð í Eyjum frá 1917 og flutti Jón alfarið til Eyja í lok árs 1923 en Rafn skömmu síðar. Helga Rafnsdóttir mun hafa flust til Eyja 1918. Hún giftist þar Ísleifi Högnasyni kaupfélagsstjóra og síðar þingmanni kommúnista.
../images/Vefur/R_G_349x500.jpg Rafni er tileinkaður sérstakur vefur
../images/Vefur/Postk_1_445x500.jpg Þegar móðir þeirra systkyna dó árið 1912 fór Jón í fóstur til Jóns Lárussonar og Helgu Gróu Sigurðardóttur að Gröf í Grundarfirði. Helga var ljóðelsk og áttu þau fóstursonurinn skap saman. Póstkortið sendi dóttir hjónanna í Gröf.Sunnuhvoli Kæri litli nonni minn. Mér finnst ég mega til með að senda þessa línu, ég skrifa Lalla bróðir á korti og set þetta með. Ég óska þér gleðilegra jóla og nýtt ár. Ég óska oft þegar ég sé Vísir að hann væri kominn til ykkar mömmu því það eru svo oft vísur sem á að botna og svo er þeim heitið verðlaunum sem sendir besta botninn, ég skal vera viss um að þú reyndir ekki satt? Jæja nonni minn bara þú værir kominn suður litla stund, nú þann 7. þ.m. kemur Gísli bróðir þinn. Ég hitti Helgu litlu systir þína í gær og sagði hún mér þetta, líka spurði ég hana eftir Siggu og sagði hún mér að hún hefði það gott.Gaman væri að fá línu frá þér og vísu líka. Þú gerir þetta. Vertu svo sem best kvaddur og líði þér sem best. Þess óskar Laufey Jónsdóttir.
../images/Vefur/JR_um1925_339x500.jpg Skömmu eftir komuna til Eyja síðla árs 1923 fékk Jón nokkra kunningja sína um tvítugt með sér í „kommúnistafélag", Kuflunga, sem hleypti miklu lífi starfsemi verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum. Kuflungar fengu m.a. ráðið vali fulltrúa á þing A.S.Í. haustið 1924. Jón skrifaði 1952 minningargrein um vin sinn frá þessum tíma, Guðmund Ólafsson. Gefur greinin innsýn í hugarheim Kuflunga. Þegar Eyjablaðið kom fyrst út 1926 var Jón þar í ritstjórn og haustið 1926 í hópi fulltrúa á sögulegu þingi Alþýðusambandsins. Sama ár gengust Jón og félagar hans fyrir stofnun Sjómannafélags Vestmannaeyja. Nánar í æviágripi , kaflanum Í Eyjum .
../images/Vefur/JR_AhusVE_318x520.jpg "Aldrei fyrr né síðar hef ég séð glæsilegra dæmi einhugar og fórnfýsi en hin róttæka alþýða Eyjanna sýndi þá. Þykist ég þó hafa séð margt gott af því tagi um dagana " segir í bók Jóns, Vori í verum um byggingu Alþýðuhússins í Eyjum. "Var það ekki sízt verk einhvers ötulasta foringja íslenzkrar verkalýðshreyfingar, Jóns Rafnssonar, að málið er komið í það horf, að nú er rauði fáninn dreginn að hún á húsi alþýðunnar. Húsið var vígt í gærkveldi. Í því er vandaðasti og um leið einhver stærstí samkomusalur í Vestmannaeyjum og stendur húsið ekki að baki samkomuhúsum hér. Mun það gefa viðgangi verkalýðshreyfingarinnar byr undir báða vængi." segir í Alþýðublaðinu 16.11.1929 . Þetta var ári áður en leiðir skildi með forystu Alþýðuflokksins og róttækasta hluta hans. Nánar í æviágripi , kaflanum Kommúnistaflokkur sannar sig .
../images/Vefur/JR_VE_719x500.jpg „Hann var maðurinn sem aldrei brást, hann var mesti bardagamaður alþýðunnar í Eyjum. Hann var hættulegasti áróðursmaður á Íslandi - hann gat jafnvel snúið yfirvaldinu á Tindastóli, Ástþóri og Kolka til kommúnisma.[..]Hann talaði af andagift og snilli á landsmálafundum og kvað karla eins og Jónas og Eystein í kútinn [..] Hann hefði getað orðið meira skáld en öll ung skáld í dag en hann kaus að berjast fyrir alþýðuna með brandi skipulagsgáfu sinnar " skrifaði Árni úr Eyjum í Þjóðviljann á fimmtugsafmæli Jóns 1949. Nánar í æviágripi , kaflanum Í Eyjum
../images/Vefur/JRosk273x400.jpg Eru þarna komin klæði hinna ógnvænu Kuflunga?
../images/Vefur/Ludrasveit_750x505.jpg Skv. Helgu Rafnsdóttur:Fremst f.v.: Jón Þorleifsson, Hallgrímur .. stjórnandinn, Eyjólfur Ottesen (Valdimars Ottesen). Miðröð f.v.: ónefndur, Ragnar Benediktsson, Jón Rafnsson,Þorsteinn Lúther seinna prestur, Harald Björnsson (bróðir Hauks og Björns Th), ónefndur sonur Péturs Andersen, Gísli Finnsson lengi lögregluþjónn. Aftasta röð f.v.: ‚ Ólafur Kristjánsson síðar bæjarstjóri, Jóhann Gíslason, Hreggviður Jónsson, Ólafur Björnsson,Sigurður Scheving,Oddgeir Kristjánsson tónskáld.
../images/Vefur/JR_Indiana_ofl_750x493.jpg Börnin eru, talin frá vinstri: Högni, Gísli og Erla. Indíana beitti sér m.a. mjög í baráttu atvinnuleysingja í Reykjavík 1932. Hún var gift Lofti Þorsteinssyni, formanni Félags járniðnaðarmanna.
../images/Bio/Jon_Rafns_verkaf750x509.jpg Hér er af nokkurri léttúð og með viðeigandi fyrirvara sett fram sú tilgáta að drengurinn á myndinni sé "Biddi Bjöss" eða Björn Th. Björnsson (f.1922). Vísast í bók Björns Sandgreifana því til stuðnings. Myndina lét í té Helga Rafnsdóttir. Helga kunni eflaust deili á fólkinu - en var ekki spurð.
../images/Vefur/RithondJons_422x400.jpg Bréfið er skrifað í aðdraganda sögulegrar sjómannadeilu í Eyjum 1932. Nánar í æviágripi , kaflanum Bankahrun og fangelsanir .
../images/Vefur/Flokksskirteini_748x520.jpg Á Alþýðusambandsþinginu 1930 var samþykkt að binda kjörgengi til Sambandsþings við aðild að Alþýðuflokknum einum stjórnmálaflokka. Kommúnistunum í Alþýðflokknum, sem boðað höfðu stofnun kommúnistaflokks var þar með úthýst úr Alþýðusambandinu. Við tók stofnun Kommúnistaflokks Íslands 29. nóvember 1930 og barátta fyrir ítökum í verkalýðshreyfingunni í andstöðu við Alþýðusambandið.
../images/Vefur/fundaferd-1_750x543.jpg Eftir að hert var á flokkseinokuninni í Alþýðusambandinu haustið 1930 og kommúnistarnir útilokaðir sýndu þeir fljótlega að framhjá þeim varð ekki gengið. Árið 1932 var ár gífurlegra samfélagsátaka. Kreppa , atvinnuleysi og siðlaus bankarekstur í brennidepli. Hörð átök urðu í Reykjavík milli atvinnuleysingja og yfirvalda í júlí og nóvember. Vorin 1933 og '34 urðu svo snörp átök norðanlands þar sem félög undir forystu kommúnista beygðu Alþýðusambandið og fengu samningsrétt sinn viðurkenndan. Nánar í æviágripi , kaflanum Kommúnistaflokkur sannar sig .
../images/Vefur/NovuSlagur_678x500.jpg Verkamannafélög undir forystu kommúnista fengu samningsrétt sinn viðurkenndan eftir harðvítug átök norðanlands vorin 1933 og '34. Meðfylgjandi mynd er úr Þjóðviljanum 12. janúar 1975 , grein um Novudeiluna. Sjá einnig Þjóðviljann 19. janúar sama ár, sem fjallar um Borðeyrardeiluna. Í viðtali Magnúsar Kjartanssonar við Einar Olgeirsson er einnig fjallað um átökin norðanlands þessi ár. Sjá Þjóðviljann 14. ágúst 1977 Nánar í æviágripi , kaflanum Kommúnistaflokkur sannar sig .
../images/Vefur/Nova_2_476x590.jpg V E R K A M E N N ! Verkamannafélag Akureyrar ásamt fjölda verkamanna og kvenna fylktu liði á bryggjunni strax þegar e.s. "Nova" kom í morgun til þessa að tilkynna verkbannið á Novu og framkvæma það. Formaður Verkamannafélagsins skýrði frá málavöxtum verkbannsins og lýsti yfir því að engu yrði hreyft eða leyft í land úr Novu nema pósti og farþegum. Verkbann þetta er þegar komið í framkvæmd. Var sýnilegt að allur sá verkalýður sem á bryggjunni stóð, stóð einhuga í kring um kröfur Verkamannafélagsins – og er reiðubúinn til að mæta hverskonar andstöðu sem verða kann af hendi bæjarstjórnarmeirihlutans og atvinnurekendanna. Verkamenn og konur, félagsbundið og ófélagsbundið: Öll verklýðstéttin norðanlands bíður með eftirvæntingu sigurvænlegrar lausnar á þessari deilu, því hér er ekki einungis barist gegn allsherjarlaunalækkun hér á Akureyri sem hafin er með bæjarstjórnina í fylkingarbrjósti heldur og gegn upphafi allsherjarlaunalækkunar um allt Norðurland. Verklýðsfélögin á Siglufirði standa eins og þéttur veggur með okkur í þessari baráttu og hafa þegar á fundi í gærkvöldi samþykt samúðarbaráttu og heitið því að stöðva afgreiðslu Novu svo fremi hún verði afgreidd hér með verkfallsbrjótum eða fari héðan í trássi verkalýðssamtakanna. Stéttarbræður og systur, þið sem enn hafið ekki gefið ykkur fram til virkrar þáttöku í þessari allsherjar lífsbaráttu ykkar, látum eitt yfir okkur ganga á meðan hún stendur yfir, því sigurinn og ávextir hans eru okkur öllum sameiginlegir.- Gefið ykkur fram nú þegar á bryggjunni og í Verkalýðshúsinu – til virkrar þátttöku. Akureyri 14/3. 1933 Verkfallsnefndin
../images/Vefur/Krim1933_01_750x519.jpg Hans Beimler , ríkisdagsþingmanni kommúnista, tókst með ævintýralegum hætti að flýja úr útrýmingarbúðum nasista í Dachau 1933. Hann varð manna fyrstur til að vitna um ofsóknirnar í bæklingi sem hann gaf út í ágúst sama ár, Im Mörderlager Dachau . Beimler féll í varnarstríði spænska lýðveldisins gegn fasismanum í desember 1936. Það hefur líklega verið tilviljun að þessir vösku baráttumenn hittust; en er getið í Rétti 1987, 3. hefti bls. 130.
../images/Vefur/OpidBr_356x500.jpg Þessi hugvekja birist 16. júní 1937 í blaðinu Hamri sem gefið var út í Eyjum af Guðlaugi Br. Jónssyni fyrir kosningar til Alþingis það ár. Blaðið var helgað sérframboði Guðlaugs. Guðlaugur mun þó lengst af hafa verið gegn sjálfstæðismaður og starfað sem fátækrafulltrúi í Eyjum. Segist hann hafa átt góða samvinnu við forystumenn Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekendur í því embætti þótt leiðir hafi skilið þarna fyrir kosningarnar. Fór ekki dult að framboði Guðlaugs var ætlað að róa á mið kommúnista. Hamar gefur vissa sýn á stemminguna um þetta leyti þó blaðið fjalli mest um persónur og tiltektir þeirra Ísleifs Högnasonar og Jóns Rafnssonar. Ísleifur náði kjöri til Alþingis líkt og tveir aðrir fulltrúar kommúnista, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason. Kosningarnar 1937 boðuðu straumhvörf í landsmálum og aukin ítök kommúnista í verkalýðshreyfingunni næsta áratug. Guðlaugur fékk 11 atkvæði í Eyjum. Laugi Br. er nefndur í Samkvæmissöng Skaftfellinga í Eyjum og er þar líklega átt við Guðlaug. Á vefnum timarit.is má lesa Hamar, það merkisrit.
../images/Vefur/flugrit_02_400x500.png Skömmu eftir kosningarnar eða 5.2.1938 , birti blað sjálfstæðismanna í Eyjum, Víðir, yfirlýsingu þar sem fregnmiðinn var efnislega dreginn til baka.
../images/Vefur/Jon_Rafnsson_Teikning520x509.jpg Sósíaldemókratar voru löngum „höfuðstoð auðvaldsins" í augum kommúnistanna. En eftir valdatöku Hitlers í Þýskalandi 1933 gaf Alþjóðasamband kommúnista út samfylkingarávarp - ákall um andfasíska samfylkingu með sósíaldemókrötum. Ávarpið var birt í Verklýðsblaðinu 28. mars 1933 . Samfylking af þessu tagi vann frækna kosningasigra á Spáni og í Frakklandi árið 1936 (Frente popular/Front populaire). Jón var efstur á lista kommúnista í kosningum til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum 1934 og náði listinn inn 3 fulltrúum, Alþýðuflokkurinn einum en Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta, 5 fulltrúa. En eftir 1934 buðu íslenskir kommúnistar krötum samfylkingu jafnt í almennum kosningum sem í verkalýðsmálum. Og vorið 1938 stóðu Kommúnistaflokkur og Alþýðuflokkur að sameiginlegu framboði í kosningum til bæjarstjórnar í Eyjum. Fylgjendur Héðins Valdimarssonar í Alþýðuflokknum sameinuðust svo kommúnistunum í Sameingarflokki alþýðu-Sósíalistaflokknum 24. október 1938. Kommúnistaflokkur Íslands var þar með aflagður. Nánar í æviágripi , kaflanum Samfylking og Sósíalistaflokkur .
../images/Vefur/Hlif_02_500x589.jpg Fjara tók undan flokkseinokuninni í Alþýðusambandinu eftir kosningar 1937 og ályktun verkamannafélagsins Dagsbrúnar um sameiningu Kommúnista- og Alþýðuflokks. Með vinnulöggjöfinni frá 1938 var verkafólki í raun ókleift að standa utan verkalýðsfélaga. Það undirstrikaði hið augljósa: ekki var boðlegt að skilyrða kjörgengi til Sambandsþings og önnur félagsréttindi verkafólks við aðild að Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn hafði stutt ríkisstjórnir allt frá 1927 og hlotið mikinn frama í embættum og aðstöðu, ekki síst þegar gjaldþroti Íslandsbanka 1930 var velt á almenning. En eftir kosningar 1937 var hins vegar ljóst að ítök Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni voru í uppnámi og ekki á vísan að róa framvegis með þau hlunnindi. Átökin í aðdraganda skipulagsbreytinganna kristallast í Hlífardeilunni vorið 1939. Kommúnistar og fylgismenn Héðins, sameinaðir í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki, tóku þar höndum saman við Þór, málfundafélag verkamanna í Sjálfstæðisflokknum sem nú leitaði eftir milliliðalausum ítökum í verkalýðshreyfingunni. Nánar í æviágripi , kaflanum Hernaðarátök í Hafnarfirði .
../images/Vefur/JR_um1950_353x520.jpg
../images/Vefur/GrasteinnOfl_553x400.jpg 'Grásteinn' með hönd undir kinn. Eiginlegt nafn hans var Erlingur Kristinsson. Andspænis Grásteini er kunnuglegt andlit frá þessum tíma. Hver er maðurinn?
../images/Vefur/rithondRosa_2_534x520.jpg Rósinkranz kom eftirminnilega við sögu í sjómannadeilunni í Vestmannaeyjum við upphaf vetrarvertíðar 1932. Í kjölfar markaðsbrests í fisksölu var lagt hart að sjómönnum að ráða sig upp á hlut í stað fastakaups og premíu, eins og áður var venja. Gegn þessu barðist Sjómannafélag Vestmannaeyja undir forystu kommúnista. Athyglisvert við þessa deilu og aðdraganda hennar er m.a. að kommúnistar náðu samvinnu við smáútgerðarmenn, sem voru fjölmennir í Eyjum og á drápsklafa bankanna. Deilan náði dramtískum hápunkti þegar skotið var af byssu inn um glugga á húsi þeirra Ísleifs Högnasonar og Helgu Rafnsdóttur. Í bók Jóns, Vori í verum, er fjörleg frásögn af þessum átökum. Nánar um Rósa
../images/Vefur/JR_LesUpp_418x520.jpg ... Sleppi ég ei lífs til lands læt ég oná fljóta rímnastúf um Rósinkranz. Rúnastínatóta?
»
«