Eftirmáli
Þegar Jón Rafnsson lést voru í fórum hans drög að kvæðasafni.
Jón hafði hafist handa við samantektina en ekki enst heilsa til að ljúka verkinu.
Árið 1998 hafði ég lokið við að tölvusetja megnið af efninu. Um flokkun kvæðanna, kaflaheiti og einstaka álitamál naut ég á þeim tíma ráðgjafar Einars Braga rithöfundar. Í fyrirliggjandi vefútgáfu er í flestu farið eftir hugmyndum Einars Braga og það sem vel er gert má þakka uppbyggilegu tilleggi hans og hvatningu.
Sú stefna var tekin að birta á vefnum nánst allan þann kveðskap sem vitað er með vissu að Jón er höfundur að. Orkar það eflaust tvímælis, en gefur eftir atvikum færi á því síðar að taka saman í prentgrip eða með öðrum hætti það efni sem best þykir.
Ég hef valið útgáfunni nafnið Firðafjall sem er tilvísun í samnefnt kvæði og kafla þessa kvæðasafns. Heitið vísar í þá trú margra landnámsmanna að eftir dauða sinn flytji menn í fjall heimabyggðar sem helgi er á. Jón ólst einmitt upp í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, landnámi Þórólfs Mostrarskeggs, en þeir frændur höfðu slíkan átrúnað á Helgafelli. Jafnframt er meginstefið í lífshlaupi Jóns og kveðskap trúnaður við landið og fólkið í landinu.
Það er vissulega vonum seinna að hreyfing er á þessari útgáfu. En betra er seint en aldrei. Ljóðlistarinnar ættu flestir að geta notið. Þegar kemur hinu pólitíska ívafi er ýmislegt í hugsun kreppuárakommúnistans sem skilst ef til vill betur nú en stundum áður.
San José, BNA, 2010,2014 - V.J.
Sú stefna var tekin að birta á vefnum nánst allan þann kveðskap sem vitað er með vissu að Jón er höfundur að. Orkar það eflaust tvímælis, en gefur eftir atvikum færi á því síðar að taka saman í prentgrip eða með öðrum hætti það efni sem best þykir.
Ég hef valið útgáfunni nafnið Firðafjall sem er tilvísun í samnefnt kvæði og kafla þessa kvæðasafns. Heitið vísar í þá trú margra landnámsmanna að eftir dauða sinn flytji menn í fjall heimabyggðar sem helgi er á. Jón ólst einmitt upp í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, landnámi Þórólfs Mostrarskeggs, en þeir frændur höfðu slíkan átrúnað á Helgafelli. Jafnframt er meginstefið í lífshlaupi Jóns og kveðskap trúnaður við landið og fólkið í landinu.
Það er vissulega vonum seinna að hreyfing er á þessari útgáfu. En betra er seint en aldrei. Ljóðlistarinnar ættu flestir að geta notið. Þegar kemur hinu pólitíska ívafi er ýmislegt í hugsun kreppuárakommúnistans sem skilst ef til vill betur nú en stundum áður.
San José, BNA, 2010,2014 - V.J.