Um Undrafuglinn
Undrafuglinn var prentaður í prentsmiðjunni Dögun árið 1935.
Höfundur er nefndur „Ivan Gammon" en Jón orti stundum undir því nafni eða skammstöfuninni I.G.
Teikningar skreyta bæklinginn og munu vera eftir Ísleif Högnason. Nokkrar merkar
auglýsingar eru þar einnig. Fer greinilega ekki ofsögum af hlut smjörlíkis í íslenskri menningu.
Þarna er líka auglýsing frá Vinnufatagerðinni. Stofnandinn, Sveinn Valfells, hallaðist um tíma til kommúnisma og lýsti Jón honum sem afburðasnjöllum áróðursmanni.
Kynntist Jón þó ýmsu í þeim efnum.
Kvæðin eru dálítill spéspegill þessara ára. Upphefð krata í ríksstjónarsamstarfi með Framsókn, Stjórn hinna vinnandi stétta, er höfð að skotspæni, sem og tilraun ónefnds útsendara til að að kljúfa samtök sjómanna í Eyjum. Yrkisefnið er annars góðlátlegt grín um borgara Eyjanna.
Söngur hinna útvöldu hlaut vinsældir á landsmælikvarða hef ég fyrir satt; var spilaður á böllum og prentaður upp í söngbókum - oft án þess að höfundar væri getið.
Árið 1926 komu út í Eyjum „Pillur" ortar af „Jóni Jóni Jónssyni". Þar var Jón Rafnsson enn á ferð. Hef ég ekki komist yfir það merkisrit. - V.J.
Kvæðin eru dálítill spéspegill þessara ára. Upphefð krata í ríksstjónarsamstarfi með Framsókn, Stjórn hinna vinnandi stétta, er höfð að skotspæni, sem og tilraun ónefnds útsendara til að að kljúfa samtök sjómanna í Eyjum. Yrkisefnið er annars góðlátlegt grín um borgara Eyjanna.
Söngur hinna útvöldu hlaut vinsældir á landsmælikvarða hef ég fyrir satt; var spilaður á böllum og prentaður upp í söngbókum - oft án þess að höfundar væri getið.
Árið 1926 komu út í Eyjum „Pillur" ortar af „Jóni Jóni Jónssyni". Þar var Jón Rafnsson enn á ferð. Hef ég ekki komist yfir það merkisrit. - V.J.